Uppfærslan fyrir Retina Risk appið mun koma út fljótlega og við vildum leyfa þér kíkja á þá þær viðbætur sem fylgja með. Við viljum þakka ykkur öllum fyrir góðar athugasemdir sem við tökum með í hönnun forritsins svo að það geti verið eins góður stuðningur og hægt er fyrir þig í þinni daglegu sykursýkisstjórn. Velferð þín er það sem leiðbeinir okkur í hönnunarferli okkar og við erum þakklát fyrir alla sem hafa haft samband við okkur og deilt reynslu sinni. Það eru margar úrbætur á núverandi appi og við kynnum líka margar nýjar. Hér að neðan eru helstu áherslur í appinu.
HbA1c í prósentum
Nú er hægt að nota HbA1c gildi bæði í mmól / mól og % án þess að þurfa að skipta á milli þeirra tveggja þar sem þau eru bæði sýnd samtímis.
Túlkun á niðurstöðum
Við hjálpum þér núna við að túlka niðurstöður áhættureiknisins. Þetta felur í sér áhættuflokkinn (lágur, miðlungs, hár) en einnig útskýringu á hvaða þættir sem vega mest í þínum niðurstöðum.
Bætt notendaviðmót
Með nýju uppfærslunni þarftu aðeins að slá inn flestar upplýsingar einu sinni og eru þær svo vistaðar á símanum þínum. Þetta þýðir að þú þarft aðeins að slá inn HbA1c og blóðþrýstingsgildi og áhættumatið þitt er uppfært á nokkrum sekúndum. Við gerðum einnig viðmótið fallegra og við vonum að þér líki það eins mikið okkur.
Tungumálastuðningur
Við viljum að allir fái sömu aðgang að bestu verkfærum þarna úti án tillits til móðurmáli síns þannig að við munum bæta við mörgum tungumálum á næstu vikum. Íslensku mun verða bætt við í Júlí/Ágúst
Spjall
Við viljum gera þér kleift að tengjast og spjalla við aðra með sykursýki um allan heim svo þú getir deilt reynslu þinni, fengið stuðning og innblástur.
Yfirlit mælinga
Við viljum hjálpa þér að fylgjast með áhættunni og hvernig hún þróast yfir langan tíma. Til að gera það höfum við bætt við möguleikanum á að fylgjast með öllum niðurstöðum úr reikninum í grafi svo þú sjáir hvernig þróunin er og getir gripið inn tímanlega.
Markmiðasetning
Byggt á niðurstöðum áhættumatsins og túlkun niðurstaðna geturðu nú sett markmið sem hjálpa þér að lækka áhættustigið þitt og uppgötva þau nánu tengsl sem eru milli þátta eins og HbA1c og blóðþrýstingsgilda og áhættaniðurstöðum.
Bæta innskráningu
Við tökum persónuvernd og gagnaöryggi mjög alvarlega og þess vegna höfum við fjarlægt allar innskráningaraðferðir með samfélagsmiðlum. Þú getur nú skráð þig inn með hefðbundnum tölvupósti eða með innskráningu í gegnum Google.
Uppfært fræðsluefni
Við erum að uppfæra fræðsluefni okkar þannig að þú hafir bestu mögulegu þekkingu í boði hjá þér í lófa þínum. Á næstu vikum og mánuðum munum við byggja þennan kafla út með gagnvirkum námseiningum til að sérsníða námsferli þitt.